Magnús Smári Smárason
Temjum tæknina

Valin verkefni
Ég nálgast gervigreind eins og flest það sem vert er að sækjast eftir: byrja á spurningu sem skiptir máli, kafa í ringulreiðina, prófa, brjóta, læra og prófa aftur. Fylgja slóðinni með forvitni. Vita hvenær maður er kominn út fyrir þekkingarsviðið sitt og sækja sér fræðslu. Leita eftir hjálp. Hjálpa öðrum. Halda auðmýktinni.
Nýjustu skrif
Aðgangslost: Kenning um nýjar leikreglur í hagkerfi gervigreindar
29. ágúst 2025
Gervigreind veldur "aðgangslosti" - þegar sérfræðiþekking verður skyndilega aðgengileg öllum. Þetta rýrir gildi þekkingar sem samkeppnisforskots og kallar á nýjar leikreglur þar sem mannleg færni eins og dómgreind, sköpun og traust verða lykilatriði.
Lesa greinSjá allar greinar →Greinar & Hugsanir
Innsýn í gervigreind, tækni og nýsköpun. Hagnýtar leiðbeiningar og fróðleikur úr heimi AI.
Frá Skuggainnleiðingu til stefnu: Greining á kerfisáhættu á íslenskum vinnumarkaði
Nýleg alþjóðleg skýrsla frá KPMG og University of Melbourne (Trust, attitudes and use of artificial intelligence: A global study 2025) staðfestir varhugaverða þróun: 70% starfsmanna nota nú ókeypis, almenn gervigreindarverkfæri í vinnunni, á sama tíma og aðeins 41% segja að vinnuveitandi þeirra hafi nokkra stefnu um notkun þeirra.

Aðgangslost: Kenning um nýjar leikreglur í hagkerfi gervigreindar
Gervigreind veldur "aðgangslosti" - þegar sérfræðiþekking verður skyndilega aðgengileg öllum. Þetta rýrir gildi þekkingar sem samkeppnisforskots og kallar á nýjar leikreglur þar sem mannleg færni eins og dómgreind, sköpun og traust verða lykilatriði.

Borgaralaun: Stefnan sem enginn trúir á — fyrr en hún borgar reikningana
Borgaralaun hafa lengi verið talin óraunhæf framtíðarsýn. En þegar gervigreind byrjar að ógna störfum millistéttarinnar munu sömu raddir og áður efuðust um stefnuna krefjast hennar til að tryggja eigið lífsviðurværi.
Nýjustu Podcast Þættir
Djúpar samræður um gervigreind, framtíð tækni og hvernig við getum nýtt AI á siðferðislegan hátt til að bæta samfélög okkar.

Milli kóða og kærleika: Hvaða færni skiptir máli í heimi gervigreindar?
Stundum líður mér eins og við séum öll farþegar í lest sem brunar áfram á ógnarhraða, án þess að við vitum nákvæmlega hvert hún stefnir. Þessi lest er gervigreindarbyltingin. Í hlaðvarpinu mínu, „Temjum tæknina,“ er þetta kjarninn í því sem ég reyni að skilja: Hvernig getum við, sem einstaklingar og samfélag, lært að stýra þessari lest – eða að minnsta kosti haft áhrif á ferðalagið – í stað þess að vera bara farþegar? Í nýjasta þættinum fékk ég til mín frábæran gest, Sigurð Óla frá Datalab, til að ræða einmitt þetta. Samtalið okkar varð fljótt að djúpri könnun á spennunni milli hins tæknilega og hins mannlega, milli skilvirkni og samkenndar.
Gestir:

Að opna dyr eða flóðgáttir? Vangaveltur í tilefni af Viku opins aðgangs 2025
Í tilefni af Alþjóðlegri viku opins aðgangs veltum við því fyrir okkur hvort við séum að opna dyr að þekkingu eða hvort við höfum opnað flóðgáttir upplýsinga. Í þættinum ræðum við við Píu Sigurlínu Vinnika, upplýsingafræðing, um upplýsingaflóðið, gagnrýna hugsun og nýja tækni á borð við gervigreind. Hvernig geta verkfæri eins og Scite.ai hjálpað okkur að synda í hafsjó vísindagreina og hvernig þurfum við að þjálfa okkur í að „prompta“ til að nýta tæknina sem best? Þetta er samtal um framtíð þekkingaröflunar.
Gestir:

Getur spjallmenni stoppað þig af? Vangaveltur um sálina, tækni og mannlega nærveru.
Getur spjallmenni komið í stað sálfræðings? Og hvaða ábyrgð berum við á tímum þar sem tæknin býður upp á skjótar lausnir við flóknum mannlegum vanda? Pétur Maack Þorsteinsson sálfræðingur fer yfir mörkin milli manns og vélar og veltir upp spurningunni um hvað raunverulega skiptir máli þegar fólk þarf á stuðningi að halda.
Gestir:
Hlustið á podcast á ykkar uppáhalds vettvangi:


